STEF sér ljósið

Í framhaldi af síðustu bloggfærslu er rétt að benda á að stjórn STEFs ákvað á stjórnarfundi í síðustu viku að leggja það til við ljósvakamiðla að þeir hefðu samráð við tónskáld og eigendur flutningsréttar áður en tónverk þeirra væru notuð í dagskrárauglýsingum.

Það er gott til þess að vita að stjórn STEFs er með lífi.

Hitt ber þó að halda til haga að stjórnin mun ekki fara fram á að samningurinn verði endurskoðaður, heldur aðeins að svokölluðum vinnureglum verði breytt. Mér er það áhyggjuefni að samningurinn sé á svo breiðum, og frjálsum grundvelli að töluverð breyting á réttindum tónskálda kalli ekki á slíkt. 

Hvað ef ljósvakamiðill ákveður einfaldlega að fara ekki að tilmælum STEFs?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

það er engu líkara en höfundarnir séu meinvarp á listinni og STEFi...

Gulli litli, 30.1.2008 kl. 15:09

2 identicon

Það sem mig langar að vita er hvernig stendur á því að STEF hefur heimild til að búa til svona samninga??

Ef ég myndi nú semja eitthvað súber-dúper lag og það fengi rosa spilun og peningar myndu fara að flæða inn til STEF í tonnatali "á" ég þá ekki lagið mitt lengur?? Getur STEF bara gert samninga (eða gefið leyfi fyrir spilun) um mitt lag við Adda, Palla og Bergþóru án þess að tala við mig??

Marý (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Höskuldur Ólafsson

Úfff, viltu stuttu eða löngu útskýringuna?

Það augljóslega gengi aldrei upp ef útvarpsstöðvar (hvað þá hárgreiðslustofur og verslanir) þyrftu að gera samning við hvert og eitt tónskáld um þóknun fyrir flutning á tónverki tónskáldsins.

Í staðinn er búið til batterí sem heitir STEF og þá geta útvarpsstöðvarnar (og allir aðrir) gengið þangað inn, gert einn samning sem heimilar þeim ótakmarkaða spilun á allri tónlist gegn gjaldi sem STEF deilir svo út til sinna rétthafa (tónskálda).

Þessi tilhögun gerir það að verkum að þú getur ekki ráðið því hvar lagið þitt er spilað né af hverjum eins lengi og það er um hefðbundinn flutning að ræða.

Nú! Samningurinn sem STEF gerði við útvarps- og sjónvarpsstöðvar heimilaði þeim að nota lög til að auglýsa einstaka dagskrárliði, svo sem sérstakan útvarpsþátt eða þá að lögin væru notuð undir dagskrárkynningu og svo framvegis, gegn sama gjaldi og ef lögin væru leikin á hefðbundinn hátt í útvarpi. Þetta þótti eðlilegt í mörg ár.

Svo fór það að gerast í auknum mæli að fyrirtæki byrjuðu að "kaupa" lög af tónlistarmönnum til notkunar í auglýsingaherferðum. Fyrir dágóða summu oft á tíðum. En þá byrjuðu tónskáld að hugsa; hvers vegna ætti fyrirtæki á borð við Kaupþing að vilja kaupa af mér tiltekið lag til notkunar í auglýsingaherferð þegar sama lag hefur verið notað sem aðallagið í auglýsingu fyrir nýja þáttaröð á Skjá einum?

Sem sagt, samningurinn gat verið heftandi fyrir sölu tónskálda á verkum þeirra. Tónskáld óskuðu eftir breytingum sem STEF hefur nú orðið við ... sýnist mér.

Þetta var styttri útskýringin.

Höskuldur Ólafsson, 30.1.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Höskuldur Ólafsson

Já, væri það ekki þægilegt ef allar þessar upplýsingar lægju fyrir á vef STEFs?

STEF er eini innheimtuaðilinn að flutningsgjöldum og stýrir þar með öllu er kemur að flutningi á tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að ef þú semur lag og vilt sjá einhvern aur fyrir alla spilunina er eins gott að þú hafir látið skrá lagið hjá STEFi.

Annars fær Bubbi allan peninginn.

En það er gott að það komi skýrt fram að STEF sér ekki um neitt annað en það sem kemur að flutningi tónlistar. Útgáfa, dreifing og allir aðrir samningar eru á höndum tónskáldanna sjálfra. 

Höskuldur Ólafsson, 1.2.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband