Færsluflokkur: Tölvur og tækni
22.11.2006 | 17:12
Þetta hrekkur í gang
Er fyrst núna að skoða þá möguleika sem blog.is hefur upp á að bjóða. Er ekkert sérstaklega tæknivæddur en reyni svona hægt og rólega að færa mig inn í nútímann.
Er kominn með þennan dýrindis tónlistarspilara og þar er eitt lag að finna.
Reyndi að tengja myndbandsspilara líka en þá fór allt í fokk!
Tók þá á það ráð að færa tvo bloggvini inn sem báðir hafa ákaflega mikið og skemmtilegt fram að færa.
Annar þeirra heitir Árni Matthíasson og er samstarfsfélagi minn á Morgunblaðinu og hinn er Guðmundur Steingrímsson, hljómsveitarfélagi í Ske, pistlahöfundur, bráðaspinner og verðandi þingmaður.
Ég mæli með þeim báðum en þó aðallega bloggsíðum þeirra..
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)