Tom Kristur eða falskristur

Ef einhver segir þá við yður: "Hér er Kristur" eða "þar," þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, [...]."

Þessi orð eru höfð eftir Jesú frá Nasaret í Matteusarguðspjalli (Matt. 24, 23) þegar lærisveinarnir spyrja meistara sinn út í endurkomu Krists.

Þessi orð – og önnur sem finna má í Biblíunni um endurkomu Krists – öðluðust að einhverju leyti nýtt líf í vikunni þegar þær fréttir bárust frá Bandaríkjunum að kvikmyndaleikarinn Tom Cruise væri "tomcruisehinn útvaldi" spámaður Vísindakirkjunnar sem breiða myndi út fagnaðarerindið.

(N.b. kenningar Vísindakirkjunnar eiga ekkert sameiginlegt með kristinni trú - svo ekki sé talað um almenna skynsemi).

Í fréttinni var haft eftir David Miscavige, hæstráðanda kirkjunnar að í framtíðinni yrði Cruise tilbeðinn líkt og Jesús um víða veröld og að hann myndi taka að sér hlutverk spámanns kirkjunnar.

Stórkostlegt," hugsaði ég með mér þegar ég las fréttina á þriðjudag. "Nú er kvikmyndaferill þessa ofmetna leikara loksins farinn í vaskinn, og ekki seinna vænna!"En svo leitaði önnur hugsun á mig; "Af hverju er það ekki stórfrétt þegar einn frægasti kvikmyndaleikari heims er sagður vera hinn útvaldi." Cruise er í söfnuði sem í eru mörg hundruð þúsund manns um allan heim? Hvað voru fylgjendur Jesú frá Nasaret annars margir þegar hann hóf að predika í eyðimörkinni fyrir 2000 árum? 12? 20? Varla fleiri en það!

Í því ljósi mætti halda því fram að Cruise væri með nokkuð gott "start" til Krists-embættisins, eins og sagt er á íþróttamáli. Og á þeim sömu nótum mætti spyrja sig, á hvorn yrði veðjað í dag, óþekktan trésmið frá Galíleu eða kvikmyndastjörnu sem milljarðar þekkja jafn vel og sumir systkini sín?

Ef litið er yfir sögu "hinna útvöldu" (eða "hinna smurðu" svo notuð séu viðeigandi hugtök) innan gyðingdómsins, þá má í orðsins fyllstu merkingu segja að hún hafi verið skrifuð af sigurvegurunum. Eða hver þekkir til spámannsins Júdasar sem var sonur Hezekia (ekki Ískaríots), Símons frá Perea, Anþrongus smala og Júdasar frá Galíleu en þeir voru af fylgjendum sínum allir taldir Kristur, á undan Jesú. Þessa menn þekkir enginn í dag.Shabbatai1

Og ekki heldur þá spámenn sem áttu sér allnokkra fylgjendur eftir daga Jesú. Þeudas kallaðist einn, annar gekk einfaldlega undir nafninu "Egyptinn" og svo komu þeir hver af öðrum, Manaheim, Jóhannes frá Gischala, Simon og Jónatan vefari. Síðastur hinna "minni" spámanna var Shabbetai Zevi frá Smyrnu (sjá mynd) en talið er að hann hafi átt sér meira en hundrað þúsund fylgjendur þegar best lét. Shabbetai var uppi fyrir um þrjú hundruð árum. Ættum við ekki að hafa heyrt um hann? Komum við til með að muna eftir Tom Cruise eftir þrjú hundruð ár?

Taki Tom Cruise við nýja djobbinu er eitt morgunljóst; þeir Jóhannes, Lúkas, Matteus og Markús, eiga lítið í þá guðspjallamenn sem finna má í draumasmiðju Hollywood. Í 27. versi í sama kafla Matteusarguðspjalls og vitnað er í að ofan, segir: "Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins."

Ég veit ekki með ykkur hin en þetta minnir mig svolítið á atriði úr Top Gun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Alexía Cagnetti

Þú ert fróður maður þykir mér.  Hehe...Top Gun ;)

Valdís Alexía Cagnetti, 30.1.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Finnur Torfi Gunnarsson

hehehe góð og fyndin grein.

Finnur Torfi Gunnarsson, 1.2.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband