Ekki fyrir viðkvæma

Hún mun aldrei renna mér úr minni nályktin sem ég fann við "Ground Zero" rúmum tveimur mánuðum eftir að World Trade Center turnarnir hrundu til grunna.

Sjálfur geri ég mér ekki grein fyrir muninum á lyktinni sem berst af rotnandi líki og því sem hefur verið brennt en mig grunar að ég hafi fundið þefinn af hvoru tveggja.

Af hverju er ég að minnast þessa? Jú, vegna þess að ég rakst á forvitnilega grein á Slate.com þar sem það er útskýrt hvers vegna hold okkar mannanna lyktar öðruvísi þegar það brennur en til að mynda nautasteik eða kótilettur.

Frekar ógeðfellt .... en áhugavert engu að síður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Maður verður bara svangur við að lesa þetta.

Ómar Örn Hauksson, 28.3.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já verði ykkur að góðu, matmenn. Borðið frekar baunir. Þær eru hollari og svo er hægt að skemmta sér með fretleikjum það sem eftir er dagsins.

Þekki lykt WTC vel. Hún var eins og engin önnur lykt og varði við hér í hverfinu mánuðum saman og fyllti m.a. neðanjarðarlestargöngin fleiri kílómetra í burtu.

Ólafur Þórðarson, 28.3.2007 kl. 03:48

3 identicon

ashh... litle much of to much.. ignorance is a bliss..

stundum er gott at vera ekkert að gaufast við að lesa of mikið..

Björg F (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:09

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ojjjjjj, einkennilegar pælingar, maður svona grettir óvart uppá trýnið við tilhugsunina um liktina.

Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband