Reykjavík! Ó, Reykjavík

Ég sé satt að segja ekki mikið eftir þeim húsum sem brunnu í gær. Hornhúsið var nú skömminni skárra en það sem hýsti Pravda en hvorugt þeirra var reisulegt.

Villi Vill er að fara á kostum í þessu máli og er orðinn að okkar Guiliani. Ég held hins vegar að hann hafi hlaupið á sig þegar hann lýsti því yfir að hann vildi reisa húsin aftur í sömu eða upprunalegri mynd. Við ættum að nýta þetta tækifæri og reisa húsaröð sem hæfði alvöru miðbæ og best væri nú að hugsa þetta í samhengi við fyrirhugaðar breytingar í miðbænum með tilkomu tónlistarhúss.

En það er nú varla nokkur hætta á að það gerist. Við Íslendingar gerum yfirleitt sömu mistökin tvisvar ef ekki oftar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála seinustu athugasemd... þetta með að gera mistök oftar en tvisvar ef ekki oftar.

Spurning ? er þetta lýsandi dæmi yfir Íslendinga?!?

Spyr sá sem ekki veit! en vonar eftir svari

Kveðja útlendingur á Íslandi

Helgi (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Reisulegt. Hvaða meining er í því orði hvað viðkemur arkitektúr?

Er hægt að flokka 200 ára sögu undir reisn? Smá pæling.

Auðvitað viljum við stækka miðbæinn og leyfa honum að dafna. En gott að kunna að meta söguna og þau verðmæti sem eru í handverkum forferðranna. Það er engin ástæða til að ætla að nýtt hús þarna á þremur lóðum verði betra en það sem fyrir var.

Kveðjur.

Ólafur Þórðarson, 20.4.2007 kl. 06:50

3 identicon


Thu skrifar allvøru midbæ !? - Midborg Reykjavikur hefur i seinni tima, med uppbyggingu Adalstrætis t.d , einmitt fengid snefil af allvøru midbæ. Eda halda menn heldur ad aframhaldandi steril steinhusarød i stil thess sem byggt var i Lækjargøtu fyrir tbeimur aratugum eda svo se fyrirmynd allvøru midbæjar?
Engu ad sidur verdur ad hugsa thessi mal med akvedna heildarmynd i huga, ekki fimm hæda steinhus a numer 5 og tveggja hæda trehus a numer 7. I thessu tilfelli eru mistøkin byggingaleifid a numer 5.
En i thessu tilfelli er ekki vafi i minum huga - thetta horn allra horna i midbæ Reykjavikur vedur ad endurbyggja i sinni upprunalegu mynd - thad yrdi hrodaleg og ofyrirgjefanleg breyting a andliti midbæjarins ad reysa hatt steinhus eda glerhus a thessum stad.

sjon (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 07:08

4 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Okkar alvöru miðbær eru þessi hús sem standa niðri í hjarta Reykjavíkur núna. Ætli miðbærinn í Kúala Lumpur eða í New York sé meiri alvöru en okkar?

Bara smá pæling! :) Gleðilegt sumar annars og takk fyrir skemmtilegt blogg hjá þér. :)

Ruth Ásdísardóttir, 20.4.2007 kl. 08:40

5 identicon

Mistök á borð við Morgunblaðshúsið - einn mesta hrylling sem til er í miðbænum - mega ekki gerast þarna. Einhver steynsteypukumbaldi með króm og gleri myndi ekki gera nokkurn skapaðan hlut fyrir borgina og fyrir þá sem eru með metropolitanminnimáttakennd er best að gera sér grein fyrir því að við búum í RVK en ekki NYC eða álíka. Að byggja mini-útgáfur af öðrum stórborgum er hjákátlegt. Aumingjahrollurinn sem fer um mann þegar ekið er eftir Skúlagötunni inná Sæbrautina með alla sína mini-skýjakljúfa og glerkofa verður vart lýst með orðum.

----------------------------------

Hver nútímamistökin hafa átt sér stað í arkitektúr RVK, rétt hjá er td. eitt ljótasta hús miðborgarinnar. Hús sem hýsir skiptistöðina á Lækjartorgi og Segafredo m.a. Það átti nú aldeilis að vera lyftistöng inní miðborgarlífið. ( Hlemmur - also a case in point) Annann eins kumbalda hef ég varla séð. Iðuhúsið er kalt, óspennandi og flatt. Flest þau nýju hús sem byggð hafa verið við Lækjargötu eru köld, fráhrindandi og hreinlega dauð. Vinarlegur og fallegur bragur er yfir  húsum sem gerð hafa verið upp í miðborginni (Ingólfstræti er gott dæmi) og gefa miðborginni sérstakan karakter og sjarma eru betur við hæfi í þessari smáborg á norðurhjara.  Hamraborgarstórslysið í Kópavogi, miðbær Garðabæjar (80's ömurð) og gettóið Smáralind eru dæmi um misheppnaðan módernisma eða póst-módernisma sem gera lítíð úr sérstöðu okkar.  Suburbia á la USA.

Hinum smekklausa nýrýka Nonna með RE/MAX Herbalife sölumennina í eftirdragi er engan veginn treystandi fyrir alvöru arkitektúr í miðborginni en ég get ekki betur séð en þeir fái ný allir glýju í agun yfir uppbyggingarmöguleikunum.....

Ágústa S (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:31

6 identicon

Þarna ætti náttúrulega að rísa tuttugu hæða bílastæðahús.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 21:48

7 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Egill ertu að meina að allar tuttugu hæðirnar færu undir bíla ? - kool  

Pálmi Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband