Hinn raunverulegi forseti Bandaríkjanna

Bush & CheneyÉg veit ekki hvað ykkur finnst en mér sýnist sem allur vindur sé farinn úr gagnrýninni á Bush.

Meira að segja evrópsku blöðin nenna ekki að skrifa um hann og þá er mikið sagt.

Hins vegar finnur maður fyrir því að óánægjan með varaforsetann Dick Cheney er að aukast til muna.

Þessi grein pistlahöfundar Washington Post er nokkuð góð til að komast inn í málið en Post virðist öðrum blöðum fremur vera að beina athygli sinni að varaforsetanum og ótrúlega óforskömmuðum stjórnarháttum hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Cheney er sukkópat. Kominn tími til að beina ljósinu aðeins að honum. Saga hans er löng og blóðug.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Líklega er það honum að þakka að ekki er búið að skjóta Bush.  Slíkt hefði sett hann í forsetastólinn.   Það er líklegast inntakið og varnaðarorðin í kvikmyndinni "Death of a President" sem olli skammvinnu írafári í byrjun árs.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.6.2007 kl. 18:54

3 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Þetta er mjög fróðleg grein sem þú vísar í. Þarna er ekki verið að lýsa spilltum herforingja í litlu landi í suður Ameríku, nei þetta eru mennirnir sem telja sig þess umkomna að stjórna veröldinni og komast upp með það.

Bjarni Bragi Kjartansson, 27.6.2007 kl. 11:10

4 identicon

Ástæðan fyrir því að ekki er búið að skjóta Bush er einfaldlega sú að hann er í stríði. Hann er að gera það sem "ÞEIR" eða eitthvað í þá áttina.

Bandaríkin eru stríðsþjóð, þeir eru búnir að vera í stríði alveg síðan uppúr 1950, það er mesti money-maker í heimi (hafiði t.d tekið eftir hvað bensínverð hefur hækkað eftir þetta hófst allt saman)

p.s vissu þið að John F. Kennedy var skotinn 2 vikum eftir að hann NEITAÐI að skrifa undir 75 milljarða dollara stríðssamning inn í Vietnam.

Einar - No$stradamus (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 14:22

5 Smámynd: Ég

Skemmtileg grein og fyrst við erum að tala um þennan brjálæðing þá linkaði Davíð Logi á grein sem gefur soldið gott innsæi inn í attitude-ið hjá C. Ótrúlegt hvað allir eru bara að bíða eftir að e-r taki við af þessum crazy-bastards :) og eru búnir að gefast upp á að fá þá til að taka sönsum.

Ég, 27.6.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband