Ofbeldisfullir rithöfundar

Gabriel Garcia MarquesFann hérna mynd af Gabriel Garcia Marques með glóðaraugað fræga sem hann fékk frá Llosa árið 1976. (Af hverju hann brosir, veit ég ekki).

Llosa á að hafa kýlt hann í kvikmyndahúsi eftir frumsýning á kvikmynd um argentínsku knattspyrnumennina sem brotlentu í Andesfjöllunum og tóku upp mannát til að halda sér á lífi.

Ástæðan mun hafa verið sú að Marques gerði sér dælt við eiginkonu Llosa stuttu eftir að upp úr slitnaði í hjónabandi þeirra. Svoleiðis gera menn ekki!

Fyrir voru þeir Llosa og Marques miklir vinir og til marks um það hafði Llosa skrifað lærða ritgerða (eiginlega bók) um Marques þar sem ritsnilli hans er lofsömuð. En eftir kjaftshöggið var ekki aftur snúið og þeir talast víst ekki saman enn þann dag í dag. Þar fyrir utan hefur Llosa tekið fyrir endurútgáfu á ritgerðinni sem hann skrifaði um vin sinn og eftir því sem ég best veit er hún ófáanleg í dag.

Eins og kom fram í skemmtilegri grein í New York Times fyrr á þessu ári, er þessi hnefabardagi á milli Llosa og Marquesar talinn á meðal þeirra frægustu sem átt hafa sér stað á milli rithöfunda og iðulega rifjaður upp með slagsmálum Vladimirs Nabokov og Edmunds Wilson og rifrildi einu á milli Norman Mailer og Gore Vidal sem endaði með því að Mailer kýldi Vidal í gólfið. Þá eiga þessi fleygu orð að hafa hrotið af blóðugum vörum Vidals: "Words fail Norman Mailer yet again."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

stórgaman að fylgjast með hversu vel menn eru lesnir á skerinu góða. nokkrir bloggarar gefa fróðlegt yfirlit um bækur og málefni sem gaman væri að vera betur að sér í.

þitt blogg er eitt af þeim. takk fyrir það..

með kveðju frá Grænlandi

Baldvin Kristjánsson

Baldvin Kristjánsson, 1.11.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband