Tribjút er ekki heimskum hent

c_documents_and_settings_hoskuldur_my_documents_my_pictures_megas.jpg

Las nokkuð skemmtilega grein í Sunday Times í gær þar sem verið er að ræða svokallaðar tribjút-plötur og hvers vegna það er alltaf sett í hendur ungra tónlistarmanna að sýna eldri tónlistarmanni virðingarvott.

Að vísu meikar það sens, markaðslega séð, að stilla þessu svona upp því að hinn eldri tónlstarmaður kemst til eyrna ungra neytenda sem alla jafna myndu ekki hlusta á lög hans og svo er með þessu verið að kynna nýja tónlistarmenn til sögunnar sem alla jafna næðu ekki til jafn breiðs hóps neytenda, nema í gegnum safnplötur á borð við tribjút-plötur.

Hins vegar vill það brenna við að tribjúte-plötur skjóta alllangt framhjá, eins og til dæmis sannast með nýjustu Megasarplötunni, Pældu í því sem pælandi er í þar sem bróðurpartur plötunnar er slæmur en einna bestur þegar KK og Rúni Júl taka sig til.

Það kann nefnilega að skipta máli að sá sem tribjútar viti um hvað hann er að syngja og hvað hann er að flytja. Melódían ein er ekki nóg og varla telst það merkilegt að skipta um takt eða tóntegund. Túlkunin er þegar á botninn er hvolft, mikilvægust og þá skiptir þekking á innihaldinu mestu máli. Og á þá þekkingu skortir helst hjá ungum tónlistarmönnum

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband