24.11.2006 | 13:59
Órökréttar auglýsingar
Um ţessar mundir heyrist í útvarpi auglýsing ţar sem nýjasta plata Ampop er auglýst og ţessi auglýsing fer óskaplega í taugarnar á mér. Ţar kemur međal annars fram ađ nýja platan sé "rökrétt framhald" af síđustu plötu sveitarinnar. Og nú spyr ég:
Getur tónlist (eđa önnur list) nokkurn tímann veriđ rökrétt?
Segjum svo ađ manni finnist eins og ađ einhver plata sé "rökrétt framhald" af fyrri plötu, er sú tilfinning ţá ekki um leiđ byggđ á huglćgu mati sem hefur, ţegar á botninn er hvolft, óskaplega lítiđ međ rök ađ gera?
"Eđlilegt framhald" fyndist mér skárra.
Hins vegar les ég ţau skilabođ út úr ţessari auglýsingu ađ nýja platan sé í raun alveg eins og sú fyrri.
Er ţá ekki bara einfaldara ađ segja ţađ?
Ég gćti haldiđ áfram á ţessum nótum í allan dag ţegar ţađ kemur ađ íslenskum auglýsingum í útvarpi - kvikmyndauglýsingar í sjónvarpi eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Sjaldnast er heildstćđa hugsun ađ finna í ţví sem menn rjúka međ inn í hljóđver. Textinn er yfirleitt illa settur saman, oft á tíđum "órökréttur" eins og ofangreint dćmi sannar og svo held ég ađ ţađ myndi ekki skemma fyrir ef útvörpin réđu einhvern til ađ lesa ţessar auglýsingar yfir.
Einhvern sem ţekkir til dćmis grundvallaratriđi íslenskrar mál- og setningarfrćđi.
Ţetta er engum til góđs eins og ástandiđ er, hvorki útvarpsstöđinni, auglýsendum, auglýsingastofum né hlustendum.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Er sammála öllu í ţessari fćrslu.
"Hins vegar les ég ţau skilabođ út úr ţessari auglýsingu ađ nýja platan sé í raun alveg eins og sú fyrri."
Nákvćmlega, ţetta er mjög furđulegt sölu trick ţar sem fćstum langar ađ kaupa sömu plötuna tvisvar, gerir hana óspennandi ađ mínu mati.
Kjartan (IP-tala skráđ) 24.11.2006 kl. 15:44
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.