28.11.2006 | 19:02
Snillingur og/eđa eiturlyfjarćfill
Tónlistarmađurinn Anton Newcombe er kominn til landsins međ hljómsveit sinni Brian Jonestown Massacre og á morgun tređur hann upp á Nasa međ Singapore Sling og Jakobínurínu.
Ég sá Dig! fyrir ekki alls löngu og ég hvet alla tónlistaráhugamenn til ađ tjekka á henni. Fyrir ţá sem ekki kannast viđ Dig er um ađ rćđa heimildarmynd sem fylgir eftir ferli Antons Newcombe og hljómsveitar hans Brian Jonestown Massacre og vinarhljómsveitarinnar The Dandy Warhols en upp úr ţeim vinaböndum slitnađi ţegar Dandy Warhols fékk plötusamning en BJM ekki.
Anton kemur út úr ţeirri mynd eins og algjör asni, eiturlyfjarćfill sem hefur enga stjórn á skapi sínu og gengur yfir allt og alla í krafti eigin sannfćringar um snilli sína. Eoghan vinur minn sagđi um Newcombe ađ hver sá sem teldi sjálfan sig snilling gćti ekki veriđ snillingur og ég get svo sem fallist á ţá kenningu.
Ég hef ekki hlustađ mikiđ á BJM, nánast ekki neitt en ţađ sem ég hef heyrt er ágćtt. Engin snilld eins og sumir vilja meina, frekar einföld en smekkleg útgáfa af sćkadelíurokki sjöunda áratugarins.
En Dig er góđ, alveg djöfulli vel gerđ og ţađ er mjög gaman ađ sjá Dandy Warhols í upphafi síns ferils og hversu ákveđinn Anton Newcombe er ađ skemma fyrir sjálfum sér af einni tćrustu sjálfseyđingarhvöt sem ég hef orđiđ vitni ađ.
Í seinni tíđ hafa fleiri og fleiri byrjađ ađ mćta á BJM tónleika til ađ ćsa Newcombe upp og fá hann til sleppa sér og slást en ég á varla von á ţví ađ Newcombe hagi sér illa á NASA. Íslendingar eru, ţrátt fyrir allt mjög kurteisir á tónleikum.
Ţađ vćri ţá frekar Singapore Sling og Jakobínarína sem tćkju upp á ţví ađ vera međ töffarastćla.
Bendi áhugasömum á heimasíđu sveitarinnar hér en ţar er hćgt ađ hala niđur heilu plötunum međ BJM.
Bćtti viđ á spilarann minn einu lagi međ BJM sem ég fann á síđunni hans Dr. Gunna. Lagiđ heitir Telegram og er af plötunni Bravery Repetition and Noise frá árinu 2001.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 29.11.2006 kl. 12:13 | Facebook
Athugasemdir
sá link á ţetta blogg af einni bestu síđu netheima. Áhugaverđir pistlar, betra en flest ţetta rusl sem mađur innbyrđir á hverjum degi. Verđ dyggur lesandi héđan í frá
kv Sverrir
Sverrir Vidarsson (IP-tala skráđ) 28.11.2006 kl. 21:34
Ég er hjartanlega sammála Eoghan vini ţínum; snilligáfa er eins og kúliđ, hún getur aldrei veriđ annađ en ósjálfrátt og ómeđvitađ ástand - annars er hún bara plat.
Jón Agnar Ólason, 30.11.2006 kl. 23:37
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.