There goes the neighbourhood!

c_documents_and_settings_hoskuldur_my_documents_my_pictures_bjm13.jpg

Helga Þórey gefur tónleikum BJM fjórar stjörnur í föstudagsblaðinu og fer mjög fínt í að Anton Newcombe hafi verið dauðadrukkinn upp á sviði, sífellt að panta sér drykki á milli laga. Þetta var orðið svolítið fyndið undir lokin þegar hann bað hljóðmanninn út í sal að stökkva fyrir sig á barinn og sækja vodka-flösku.

Þá flaug mér strax í hug að alvöru alkahólisti hefði séð fyrir þessu vandamáli og birgt sig upp af víni áður en hann steig á svið. Þetta lyktaði allt af einhvers konar sjóvi.

Á einum stað hrósað Newcombe Íslendingum einhvern veginn svona: "Even though you're all fucking inbreds, I love you! I'm gonna be your neighbour soon!" Og fólkið fagnaði því!

Annars var mjög áhugavert að sjá demógrafíuna á þessum tónleikum. Bæði ungt fólk og eldra og nokkuð mikið af kvenkyns-áhorfendum. Og svo var náttúrlega ein og ein Newcombe-eftirherma sem gekk um staðinn draugfull og skítug.

Ég kom inn á NASA þegar Slingararnir voru hálfnaðir og þá vantaði ekki mikið upp á að staðurinn væri fullur. Tvö eða þrjú lög inn í BJM-settið byrjaði fólk að ganga út og undir lokin var hann rétt hálffullur. Samt var BJM miklu betri en Singapore Sling, alveg standard fyrir ofan.

Ætli fólk hafi ekki séð að Newcombe myndi haga sér vel og þá var ekkert fútt í þessu lengur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband