Ekkert er verra en það næstbesta

c_documents_and_settings_hoskuldur_my_documents_my_pictures_dave-navarro-tommy-lee.jpg

Sá í sjónvarpinu í gær (eða í fyrradag) að Magni skaut "léttu" skoti að gagnrýnanda Morgunblaðsins sem dæmdi Rock Star tónleikana hans í Höllinni.

"Það skemmtu sér allir svakalega vel - fyrir utan einn þunglyndissjúkling á Morgunblaðinu," sagði Magni kokhraustur eins og hann má vera miðað við ásóknina á tónleikana.

Ég er viss um að þetta hafi verið vel heppnaðir tónleikar. Mikið stuð og Magni hrókur alls fagnaðar en ég á ekki von á því að þessir tónleikar fari "down in history" eins og Magni vill ábyggilega trúa.

Þá þarf nú eitthvað annað en egómaníska karókíkeppni í bland við bestu lög Á móti sól.

Ég las dóminn í Morgunblaðinu aftur í dag og ég sé nú ekki að Magni geti verið ósáttur við hann. Honum er hrósað í hástert og Dilönu líka, sem og Húsbandinu víðfræga. Og hvað er þá svona þunglyndislegt við þetta allt saman?

... annað en það að allir þeir sem stóðu á sviðinu í Höllinni hefðu frekar óskað þess að vera í tattúpartýi með Tommy Lee!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband