Eltið peningaslóðina!

c_documents_and_settings_hoskuldur_my_documents_my_pictures_nylon_97153.jpg

Af hverju er Nylon-flokkurinn að troða upp í útibúum KB-banka um þessar mundir?

Eru intercom-kerfið í útibúunum svona gott? Eru backstage herbergin betri en það sem stúlkurnar hafa vanist á Wembley Arena? Telja stúlkurnar að í útibúum KB-banka sé heppilegast að ná til þeirra sem gætu haft áhuga á plötunni eða eru stjórnendur KB-banka svo miklir aðdáendur að þeir gerðu Nylon tilboð sem Einar Bárða gat ekki hafnað?

Varla.

Er ekki eðlilegast að hrapa að þeirri ályktun að brölt stúlknanna í Stóra-Bretlandi hafi að einhverjum hluta verið fjármagnað af bankanum og nú sé komið að fyrstu afborgun.

Engin hljómsveit. Engin, segi ég og skrifa, kýs að spila í útibúum bankastofnana eins og þær eru útlítandi í dag. Þangað kemur enginn nema í ýtrustu neyð og þar vill enginn, undir áttræðu, hanga lengur en þörf krefur.

Þónokkrir hafa furðað sig á þeirri umfjöllun sem Nylon hefur fengið í íslenskum fjölmiðlum og helst þeir sem eru búsettir í Bretlandi. Þar talar fólk um að fréttir af Nylon séu stórlega ýktar og misvísandi.

Nú skal ég ekkert dæma um það en tónleikaröð í útibúum KB-banka fram að jólum, segir mér að hlutirnir séu ekki beint að að ganga eins og einhverjir höfðu vonast til.

Ef við værum hins vegar að tala um Bank of England ... nú þá væri ég til í að endurskoða málið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert var það líka þegar þær náðu að eigin sögn þeim frábæra árangri að komast beint í 28. sæti breska listans með Losing a friend, að þær voru mættar á klakann örfáum dögum seinna.

Ef þetta var svona frábær árangur, og betri en búist var við, afhverju var þá ekki járnið hamrað meðan heitt var með blaðaviðtölum og kynningu úti í Bretlandi?  Var það virkilega það sniðugasta í stöðunni að fara til Íslands á þessum tímapunkti.

Eða voru væntingarnar kannski mun hærri en 28. sæti og þetta því ákveðið bakslag ? 

H (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 14:41

2 Smámynd: Valdís Alexía Cagnetti

Hahaha....snillingur.

Valdís Alexía Cagnetti, 7.12.2006 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband