19.12.2006 | 15:02
Sleggjudómar
Ég er til allrar hamingju í vinnu ţar sem ég get hlustađ á tónlist ađ vild. Hingađ upp á Mogga koma líklega 90% allra diska sem út eru gefnir á Íslandi og á mínu borđi endar kannski um helmingur.
Eins og gefur ađ skilja er margt misgott, sumt algjör hörmung en annađ sem kemur manni á óvart.
Hér ađ neđan eru nokkrir sleggjudómar eftir hlustun dagsins:
Ţriđja leiđin - Elísabet Eyţórsdóttir, Börkur Hrafn Birgisson og Einar Már: Afskaplega máttlaus og tilgagnslítill diskur og textarnir opinbera e.t.v. bitleysi Einars Más sem ljóđskálds.
Stories - Siggi Pálma: Hvar á ég ađ byrja? Í umslaginu ţakkar Siggi hljóđfćraleikurunum svona: Pálmi Gunnarsson, You made my hopes and dreams com alive, you are such a talented musician as well as a producer. Gulli Briem, thank you so much for giving my songs the steady touch you have. Agnar, They should make more keys on the piano for you. Still amazed how you do it," uhuhuh ... ég get ekki meir.
Rottweiler hundur - Bent: Afskaplega óţroskuđ plata í flesta stađi og gestarappararnir hafa fátt fram ađ fćra. Ég bjóst viđ meiru frá Bent. Hann ćtti kannski nćst ađ eyđa minni tíma á Sirkus, eins og fram kemur í textunum, og meiri tíma í hljóđverinu.
Frá heimsenda - Forgotten Lores: Rappplata ársins. Ótrúlega vel unnin frá öllum hliđum séđ og nú vćri óskandi ađ sveitin nćđi sömu gćđum á sviđi.
Ţar sem malbikiđ svífur mun ég dansa - Jónas Sigurđsson: Líklega sú plata sem kemur manni mest á óvart á árinu, sérstaklega í ljósi ţess ađ hér er um gamlan Sólstrandargćja ađ rćđa. Veit hins vegar ekki hvernig ţessi plata eldist en eftir eina hlustun gengur hún upp.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
bent segir ekkert um sirkus á disknum sínum
frikki (IP-tala skráđ) 21.12.2006 kl. 19:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.