Svo er alltaf hægt að slökkva

c_documents_and_settings_hoskuldur_my_documents_my_pictures_land_rover.jpg

Það hefur engin íslensk sjónvarpsstöð gengið jafn langt í sýningum á raunveruleikaþáttum og Skjár einn og svo virðist sem þessi tegund sjónvarpsefnis hafi að undanförnu tekið við af hallærislegum spjallþáttum og stefnumótaslysum. En nú sýnist mér sem sá brunnur sem Skjár einn hefur leitað í sé uppurinn.

Tveir síðustu þættirnir, Million Dollar Listing og Land Rover: Challenge .... eitthvað, eru ágætt dæmi um þessa stöðu. Hvor þátturinn fyrir sig er dulbúin auglýsing (eða ekki svo dulbúin, ég veit ekki hvort er verra) þar sem raunveruleikinn er notaður sem umbúðir utan um tilbúna vöru sem ætlað er að selja áhorfandanum. Í tilviki Million Dollar Listing er það fasteignir (eða fasteignasalar) og í Land Rover, ... ja það þarf varla að útskýra frekar hvað þar er til sölu.

Að vísu skal það tekið fram að ég efa að sala á lúxusíbúðum í Kaliforníu og Land Rover jeppum rjúki upp eftir nokkra þætti, en það er ekki málið. Spurningin er þessi: Hvað gengur Skjá einum til með að sýna þessa þætti á stöðinni? Heldur dagskrárstjóri stöðvarinnar að við, áhorfendur, sjáum ekki í gegnum sölubrelluna eða er honum einfaldlega alveg sama? Og hvort gerir hann vanhæfari?

Ég er mikill aðdáandi góðra raunveruleikaþátta og ég hrósa Skjá einum fyrir að sýna suma af þeim. En stundum leggst þessi stöð svo lágt að maður einfaldlega hristir höfuðið (og skrifar svona pistla).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband