Færsluflokkur: Menning og listir
18.12.2006 | 15:04
Áttavilltir þáttastjórnendur
Það kemur mér á óvart að það skuli ekki fara fram meiri umræða í bloggheimum um þennan makalausa Kompáss-þátt sem var sýndur í gær.
Ég sá að Margrét Sverrisdóttir lýsti yfir vanþóknun sinni á þættinum á bloggsíðu sinni og ég get svo sem tekið undir þá gagnrýni.
Þátturinn sneri furðufljótt af þeirri leið að vera vandaður fréttaskýringarþáttur yfir í að hafa þessa slúðurslikju á sér sem einkennir þætti á borð við Dateline og fleiri.
Aðalatriði málsins fannst mér standa í skugganum af aukaatriðinu (BDSM kynlífi, sem ég er nú allt í einu orðinn sérfræðingur í) og það var ljóst frá byrjun að hér átti shock-value-ið að vera í fyrirrúmi.
Og af hverju leituðu þáttastjórnendur ekki svara við því hvers vegna þeim var neitað um opinbera skýrslu?
Ég er á því að þátturinn hafi verið unninn í miklum flýti og svona eftir á að hyggja kom ekki nokkur maður vel frá þættinum, og hallaði þá meira að segja á danska tungu og Guð almáttugan.
7.12.2006 | 23:19
Tilnefningarnar afhjúpaðar
Árni Matthíasson fjallar um tilnefningar til Tónlistarverðlaunanna í Morgunblaðinu á morgun en pistilinn er hægt að skoða strax á bloggsíðunni hans.
Ég mæli að sjálfsögðu með honum (sjá bloggvininn arnim hér til vinstri á síðunni)
7.12.2006 | 00:28
Eltið peningaslóðina!
Af hverju er Nylon-flokkurinn að troða upp í útibúum KB-banka um þessar mundir?
Eru intercom-kerfið í útibúunum svona gott? Eru backstage herbergin betri en það sem stúlkurnar hafa vanist á Wembley Arena? Telja stúlkurnar að í útibúum KB-banka sé heppilegast að ná til þeirra sem gætu haft áhuga á plötunni eða eru stjórnendur KB-banka svo miklir aðdáendur að þeir gerðu Nylon tilboð sem Einar Bárða gat ekki hafnað?
Varla.
Er ekki eðlilegast að hrapa að þeirri ályktun að brölt stúlknanna í Stóra-Bretlandi hafi að einhverjum hluta verið fjármagnað af bankanum og nú sé komið að fyrstu afborgun.
Engin hljómsveit. Engin, segi ég og skrifa, kýs að spila í útibúum bankastofnana eins og þær eru útlítandi í dag. Þangað kemur enginn nema í ýtrustu neyð og þar vill enginn, undir áttræðu, hanga lengur en þörf krefur.
Þónokkrir hafa furðað sig á þeirri umfjöllun sem Nylon hefur fengið í íslenskum fjölmiðlum og helst þeir sem eru búsettir í Bretlandi. Þar talar fólk um að fréttir af Nylon séu stórlega ýktar og misvísandi.
Nú skal ég ekkert dæma um það en tónleikaröð í útibúum KB-banka fram að jólum, segir mér að hlutirnir séu ekki beint að að ganga eins og einhverjir höfðu vonast til.
Ef við værum hins vegar að tala um Bank of England ... nú þá væri ég til í að endurskoða málið.
4.12.2006 | 22:08
Góða nótt
Las rétt í þessu á bloggsíðu Björns Bjarna að hann hefði farið á tónleika með Lars Ulrik.
Þetta hlýtur að gleðja Sverri vin minn sem er bæði Björnsmaður og heilmikill aðdáandi Metallica!
Hér er mjög góð grein um hljómsveitina Metallica (nafnið skal ekki beygja) sem var stofnuð þann 28. október árið 1981 í Kaliforníu ...
... hef reynt, án árangurs, að tengja mynd af Lars Ulrich. Á hinn bóginn krefst síðan þess að það séu tvær myndir af Birni Bjarnasyni. Í sjálfu sér ekkert að því. Glæsilegur maður þar á ferð.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2006 | 21:52
Ekkert er verra en það næstbesta
Sá í sjónvarpinu í gær (eða í fyrradag) að Magni skaut "léttu" skoti að gagnrýnanda Morgunblaðsins sem dæmdi Rock Star tónleikana hans í Höllinni.
"Það skemmtu sér allir svakalega vel - fyrir utan einn þunglyndissjúkling á Morgunblaðinu," sagði Magni kokhraustur eins og hann má vera miðað við ásóknina á tónleikana.
Ég er viss um að þetta hafi verið vel heppnaðir tónleikar. Mikið stuð og Magni hrókur alls fagnaðar en ég á ekki von á því að þessir tónleikar fari "down in history" eins og Magni vill ábyggilega trúa.
Þá þarf nú eitthvað annað en egómaníska karókíkeppni í bland við bestu lög Á móti sól.
Ég las dóminn í Morgunblaðinu aftur í dag og ég sé nú ekki að Magni geti verið ósáttur við hann. Honum er hrósað í hástert og Dilönu líka, sem og Húsbandinu víðfræga. Og hvað er þá svona þunglyndislegt við þetta allt saman?
... annað en það að allir þeir sem stóðu á sviðinu í Höllinni hefðu frekar óskað þess að vera í tattúpartýi með Tommy Lee!!
30.11.2006 | 23:06
There goes the neighbourhood!
Helga Þórey gefur tónleikum BJM fjórar stjörnur í föstudagsblaðinu og fer mjög fínt í að Anton Newcombe hafi verið dauðadrukkinn upp á sviði, sífellt að panta sér drykki á milli laga. Þetta var orðið svolítið fyndið undir lokin þegar hann bað hljóðmanninn út í sal að stökkva fyrir sig á barinn og sækja vodka-flösku.
Þá flaug mér strax í hug að alvöru alkahólisti hefði séð fyrir þessu vandamáli og birgt sig upp af víni áður en hann steig á svið. Þetta lyktaði allt af einhvers konar sjóvi.
Á einum stað hrósað Newcombe Íslendingum einhvern veginn svona: "Even though you're all fucking inbreds, I love you! I'm gonna be your neighbour soon!" Og fólkið fagnaði því!
Annars var mjög áhugavert að sjá demógrafíuna á þessum tónleikum. Bæði ungt fólk og eldra og nokkuð mikið af kvenkyns-áhorfendum. Og svo var náttúrlega ein og ein Newcombe-eftirherma sem gekk um staðinn draugfull og skítug.
Ég kom inn á NASA þegar Slingararnir voru hálfnaðir og þá vantaði ekki mikið upp á að staðurinn væri fullur. Tvö eða þrjú lög inn í BJM-settið byrjaði fólk að ganga út og undir lokin var hann rétt hálffullur. Samt var BJM miklu betri en Singapore Sling, alveg standard fyrir ofan.
Ætli fólk hafi ekki séð að Newcombe myndi haga sér vel og þá var ekkert fútt í þessu lengur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2006 | 19:02
Snillingur og/eða eiturlyfjaræfill
Tónlistarmaðurinn Anton Newcombe er kominn til landsins með hljómsveit sinni Brian Jonestown Massacre og á morgun treður hann upp á Nasa með Singapore Sling og Jakobínurínu.
Ég sá Dig! fyrir ekki alls löngu og ég hvet alla tónlistaráhugamenn til að tjekka á henni. Fyrir þá sem ekki kannast við Dig er um að ræða heimildarmynd sem fylgir eftir ferli Antons Newcombe og hljómsveitar hans Brian Jonestown Massacre og vinarhljómsveitarinnar The Dandy Warhols en upp úr þeim vinaböndum slitnaði þegar Dandy Warhols fékk plötusamning en BJM ekki.
Anton kemur út úr þeirri mynd eins og algjör asni, eiturlyfjaræfill sem hefur enga stjórn á skapi sínu og gengur yfir allt og alla í krafti eigin sannfæringar um snilli sína. Eoghan vinur minn sagði um Newcombe að hver sá sem teldi sjálfan sig snilling gæti ekki verið snillingur og ég get svo sem fallist á þá kenningu.
Ég hef ekki hlustað mikið á BJM, nánast ekki neitt en það sem ég hef heyrt er ágætt. Engin snilld eins og sumir vilja meina, frekar einföld en smekkleg útgáfa af sækadelíurokki sjöunda áratugarins.
En Dig er góð, alveg djöfulli vel gerð og það er mjög gaman að sjá Dandy Warhols í upphafi síns ferils og hversu ákveðinn Anton Newcombe er að skemma fyrir sjálfum sér af einni tærustu sjálfseyðingarhvöt sem ég hef orðið vitni að.
Í seinni tíð hafa fleiri og fleiri byrjað að mæta á BJM tónleika til að æsa Newcombe upp og fá hann til sleppa sér og slást en ég á varla von á því að Newcombe hagi sér illa á NASA. Íslendingar eru, þrátt fyrir allt mjög kurteisir á tónleikum.
Það væri þá frekar Singapore Sling og Jakobínarína sem tækju upp á því að vera með töffarastæla.
Bendi áhugasömum á heimasíðu sveitarinnar hér en þar er hægt að hala niður heilu plötunum með BJM.
Bætti við á spilarann minn einu lagi með BJM sem ég fann á síðunni hans Dr. Gunna. Lagið heitir Telegram og er af plötunni Bravery Repetition and Noise frá árinu 2001.
Menning og listir | Breytt 29.11.2006 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.11.2006 | 16:28
Hvað á þetta að þýða?
Af hverju er Todmobile sögð vera goðsagnakennd hljómsveit í sjónvarpsauglýsingu?
Hvað í ósköpunum er svona goðsagnakennt við Todmobile?
Eða er "goðsagnakennt" bara eitthvað lýsingarorð sem textasmiðurinn greip til og þýðir í raun og veru ekki nokkurn skapaðan hlut!
24.11.2006 | 19:45
Mér finnst ég skrifa heillandi bækur.
Þetta er ekki árátta, bara tilviljun en ....
... finnst engum það fyndið nema mér að Jón Atli Jónasson, rödd JPV útgáfu, skuli lesa inn á sjónvarpsauglýsingu fyrir sína eigin bók, Ballöðunni um Bubba og kalla hana "draumkennda og heillandi sögu"?
Ætli hann semji textann líka?
Þegar stórt er spurt ... svo ég vitni nú í skúbbóðan bloggara!
Menning og listir | Breytt 26.11.2006 kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 17:07
Hámarkinu náð!
Talandi um lélegar útvarpssauglýsingar ...
Ingvar Helgason á skilið peningaverðlaun fyrir ömurlegustu jólaauglýsingu allra tíma.