Best af öllu

Vek athygli á kosningu á bestu íslensku plötu allra tíma, sem nú fer fram á forsíðu mbl.is (vinstra megin).

Þetta var nokkuð vandasamt verk en mér tókst að lokum að sættast við eigin smekk og kjósa þær fimm sem mér þykir bera af.

Ef menn finna ekki sína plötu á listanum er einnig hægt að skrifa inn þær plötur sem manni finnst vanta.

Niðurstöðurnar verða svo birtar 9. nóv á Degi íslenskrar tónlistar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er nú Morgunblaðið búið að taka í fóstur hinn leiðitamamasta síbyljufrasa "Allra tíma"?

Það er engin smáræðis þungi í slíku steitmenti.  Niðurstaðan mun sennilega leiða í ljós plötu, sem er betri en allt sem gott hefur verið gert, frá því að Gunnar á Hlíðarenda tók upp landnámsrímnarapp á hrosshár og þaðan um alla framtíð, svo menn geta lagt niður slíka iðju ef þeir ætla að ná viðlíka árangri.  Ekkert mun toppa slíkt um eilífð alla.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2007 kl. 10:12

2 identicon

Allra tíma já. Er þá öruggt að það verði ekki hægt að toppa þessar plötur sem eru á listanum?

Spurning um að láta alla vita, þannig að menn geti hætt að reyna, sleppa því bara að gefa út fleiri plötur?

egill (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:23

3 Smámynd: Höskuldur Ólafsson

Niðurstaða kosningarinnar er að sjálfsögðu ekki algild og óbreytanleg. Þetta er meira til gamans gert í tilefni að þessum hátíðardegi.

Kosninguna er að finna vinstra megin á forsíðu, undir Nýtt á mbl.is.

Úrtölufólkið getur svo bara búið til sína eigin kosningu um heimskulegustu kosningarnar.

Höskuldur Ólafsson, 6.11.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband