Vinsældir og frægð Sykurmolanna

sykurmolarnir.jpg

Hef af ýmsum ástæðum látið síðuna sitja á hakanum.  Vinn m.a. að stórri STEF-fréttaskýringu sem birtist vonandi í næstu Lesbók. Ég ímynda mér að svona fréttaskýring verði ekki skrifuð aftur á næstu áratugum þannig að það er nauðsynlegt að hún verði vönduð.

Fer annars á Sykurmolana í kvöld. Þeir sem ég hef talað við furða sig á því að það skuli ekki vera löngu uppselt en það kemur mér svo sem ekkert á óvart. Sykurmolarnir hafa aldrei átt sér mjög stóran aðdáendahóp á Íslandi, ekki frekar en Ham. Málið er bara að í þessum sveitum eru háværir og skemmtilegir karakterar sem skekkja allar hugmyndir fólks um vinsældir og svo vill það bera við að aðdáendur jaðartónlistar láti meira í sér heyra en þeir sem halda upp á poppið.

Það er nefnilega munur á því að vera frægur og vinsæll eða eins og Ómar vinur minn sagði á dögunum: "K-Fed er frægur en hann er ekki vinsæll". Ég held að þetta eigi svolítið við um Sykurmolana líka án þess þó að ég sé að líkja K-Fed við Björk. Í Mogganum í dag var svo sagt frá því að útlendir gestir á tónleikana væru um 1.000 sem þýðir að án þeirra hefði Höllin orðið hálftóm í kvöld. Og þó er hér um einn merkilegasta tónlistarviðburð síðustu áratuga að ræða.

Rauðavatnið er ísilagt en á miðju vatninu má  sjá öldu, ofna í klakabönd. Það er eins og tíminn hafi stöðvast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband