20.11.2006 | 12:30
Áhlaupiđ íhugađ
Bíllinn minn virđist vera pikkfastur í ruđningi og nú er ég ađ velta ţví fyrir mér hvort ég eigi ađ ráđast á skaflinn. Er ekkert sérstaklega spenntur fyrir ţví ađ taka strćtó upp í Hádegismóa en mađur ţyrfti nú samt ađ prófa ţađ einu sinni.
Eddan fór fram í gćrkvöldi. Nú finnst mér hún byrjuđ ađ líkjast Óskarnum meira og meira ađ ţví leyti ađ ţađ sem er pólitískt rétt trompar raunverulegt gćđamat. En ţetta eru vísast óumflýjanleg örlög allra verđlaunahátíđa.
Hvet alla til ađ hlusta á Gísla Galdur kl. 16.? í dag í Hlaupanótunni á Rás 1. Gísli er tónlistarmađur af lífi og sál og ágćtis herbergisfélagi. Viđ áttum mörg áhugaverđ samtölin í hótelherbergjum víđsvegar um Norđur-Ameríku og hann kynnti mér fyrir fullt af skemmtilegri tónlist.
Held ađ mér hafi bara tekist ađ launa honum greiđann einu sinni ţegar ég spilađi fyrir hann Paul Simon lagiđ "50 ways to leave your lover". Ţá bjuggum viđ í Chelsea-hverfinu í New York sem er mikiđ hommahverfi. Viđ sátum tárvotir á gluggasyllunni og hlustuđum á lagiđ aftur og aftur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.