Nasískar hænur

Enn af 300 umræðunni.

Bloggvinur vor, Krummi nokkur, er skipaður allmörgum pistlahöfundum og hef ég yfirleitt bæði gagn og gaman af því sem þar er skrifað. En einn þeirra gerir sig því miður sekan um að ætla hænunni það sem eggið tekur upp á.

Í færslu segir pistlahöfundur að honum hafi fundist 300 vera full af nasískum minnum, ef þannig má að orði komast. Þar segir hann m.a.:

"Sá myndina 300 í gær. Var svolítið sjokk. Ég hef mikinn áhuga á Forn-Grikkjum en myndin hafði ekkert með þá að gera nema nöfnin, grísk nöfn og persnesk. Aftur á móti var hetjumyndin sem dregin var upp nasísk. Hvítir harðnaglar sem sýndu enga miskunn, aldir upp einsog sólskinsbörn Hitlers."

Þetta skýtur svolítið skökku við hjá manni sem segist hafa mikinn áhuga á Forn-Grikkjum. Spartverjar voru sannarlega öfgafullir þegar það kom að hreysti, hetjudýrkun og fordæmingu á hinum veika eða huglausa, en að segja að þar með hafi þeir verið nasískir er eins og að halda því fram að véfréttin í Grikklandi til forna hafi tekið demókrataflokkinn í Bandaríkjunum sér til fyrirmyndar.

Aðeins ofar á Krummasíðunni skrifar sami höfundur annan pistil þar sem jafnvel skringilegri hugrenningum bregður fyrir:

"Forsíðan á mogganum í dag var "Of feitar konur líklegri til að vera án atvinnu". Hvaða frétt er þetta? Forsíðufrétt? Má búast við því að það verði forsíðufrétt hjá mogganum á næstu dögum að "Fólk með anorexíu líður oftar illa en heilbrigðu fólki"."

Virðist pistlahöfundur halda því fram að mismunun gegn holdmiklum konum sé jafn sjálfsagður hlutur og sólarupprásin. Mig rak í rogastans. Ekki hafði ég hugmynd um það að atvinnurekendur eða starfsmannastjórar á Íslandi létu holdarfar ráða því hver fengi vinnu og hver ekki.

En það sem ég skil heldur ekki í ofangreindir bloggfærslu er þetta: Ef það er á einhvern hátt orðið að normi að holdmiklar konur eigi erfiðara með að fá vinnu, er það þá ekki tímabært að fjölmiðill - hver sem hann nú er - vekji almenning upp af þeim firrta veruleika?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Varðandi 300 þá las ég dóm um hana í Viðskiptablaðinu í vikunni og var uppleggið að þetta væri áróður USA gegn Íran. Lengst fannst mér gengið þegar gagnrýnandinn sá Öryggisráð SÞ út úr úrkynjuðum prestunum.

Fróðleg lesning fyrir þá sem hafa séð 300.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.3.2007 kl. 23:01

2 identicon

Gengisfelling dauðans og Moggans ríður ekki við einteyming en það er huggun harmi gegn að trúlega mun dauðinn frelsa oss frá síðara atriðinu.

Steini Briem (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 00:30

3 identicon

ókei...tími til að gúgla steina briem.

elísabet ólafsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 08:50

4 identicon

hahaha...váh. ég gúglaði steina briem og efst poppar upp niðurstaðan "Hver er Steini Briem?" með svörum. dásamlegt þetta internet.

elísabet (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 08:54

5 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ekki skil ég hvað fólk er að reyna ýta undir það að það sér einhver Amerískur patriotismi í þessari mynd. Það sýnir bara að fólkið sem segir þetta veit ekkert um Frank Miller sem skrifaði söguna og þjóðsöguna einnig. Hefðu þjóðverjar gert þetta þá hefðu þeir verið að ýta undir nasisma og and gyðingdóm. Ef að Rússar hefðu gert þetta þá hefðu þeir verið að ýta undir Kommúnisman og Persar væru Bandaríkjamenn.

Svo held ég að þessar athugasemdir Írana um að þessi mynd sé gerð með þeim tilgangi að vega gegn Írönsku þjóðinni séu afskaplega vitlausar. 99% ameríkana og heimsþjóðarinnar vita ekki að Persar eru Íranir. 

Ómar Örn Hauksson, 23.3.2007 kl. 17:26

6 identicon

Ég verð nú að vera sammála Krumma í því að það er ekki fallegt að konum sé mismunað eftir útlitinu... Þó að það sé nú reyndar ekki neinn leyndardómur og þannig hafi það verið um aldaraðir.  Held reyndar að því sé ekkert öfugt farið með karlmenn.. Manneskjan er og verður alltaf hégómaleg..

Björg F (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 00:55

7 identicon

Þess verður þó að gæta að ofþyngd er ekki aðallega útlitslegur þáttur. Ofþyngd er áhættuþáttur fyrir óteljandi sjúkdóma og kvilla og því má búast við að fólk se er ofþungt sé frekar óvinnufært sökum líkamlegra eða andlegra kvilla. Eins gefur það auga leið að ofþyngd getur valdið því að fólk á mjög erfitt með að sinna ýmsum störfum vegna vinnuaðstæðna eða líkamlegsálags

atli (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband